Um Riddara kærleikans
Riddarar kærleikans er hreyfing fólks sem vill lifa í samfélagi þar sem kærleikur ræður ríkjum. Á erfiðum tímum lagði faðir Bryndísar Klöru til að við myndum öll verða Riddarar kærleikans – með því að gera kærleikann að eina vopni okkar í samfélaginu. Í kjölfarið varð hreyfingin Riddarar kærleikans til.
Verkefnið byggir á virðingu fyrir fórnarlömbum ofbeldis og þeirri von að við getum sameinast um að skapa betra og öruggara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Í öllum samskiptum leggjum við áherslu á að miðla þessum boðskap af heiðarleika og hlýju.
