Minningarsjóður Bryndísar Klöru

Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024. Bryndís Klara var yndisleg stelpa, frábær vinkona og heittelskuð af foreldrum sínum, litlu systur og öllum ættingjum hennar.

Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður í september 2024. Sjóðurinn mun ein­beita sér að fræðslu, rann­sókn­um og vit­und­ar­vakn­ingu og styðja við verk­efni sem miða að því að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni. 

Eitt af aðalverkefnum sjóðsins eru kaup á griðastað fyrir ungt fólk sem mun hljóta nafnið Bryndísarhlíð og verður í framhaldinu haldið úti af íslenska ríkinu. 

Halla Tóm­as­dótt­ir, forseti Íslands, er vernd­ari sjóðsins.