Minningarsjóður Bryndísar Klöru
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024. Bryndís Klara var yndisleg stelpa, frábær vinkona og heittelskuð af foreldrum sínum, litlu systur og öllum ættingjum hennar.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður í september 2024. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu og styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.
Eitt af aðalverkefnum sjóðsins eru kaup á griðastað fyrir ungt fólk sem mun hljóta nafnið Bryndísarhlíð og verður í framhaldinu haldið úti af íslenska ríkinu.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er verndari sjóðsins.
