Kærleikshringir

Kærleikshringur er einlægt hópsamtal þar sem allir leggja frá sér síma og annað utanaðkomandi áreiti. Hver þátttakandi fær rými til að tjá sig, á meðan aðrir hlusta af athygli, virðingu og opnum huga. Sá sem leiðir samtalið opnar umræðuna og heldur utan um rýmið og hópinn af nærgætni.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur haldið tvo kærleikshringi á Bessastöðum, upphafshringinn og í framhaldinu kærleikshring með karlmönnum. Grunn- og framhaldsskólar landsins hafa haldið fjölda kærleikshringja og Riddarar kærleikans hafa staðið fyrir tveimur kærleikshringjum. Annars vegar með Alþingisfólki og hins vegar áhrifavöldum. Stefnt er að því að halda fleiri  kærleikshringi meðal annars með fjölmiðlafólki. 

Hvernig á að halda kærleikshring?